Loksins fann ég naglalakk með flotta græna Chanel litnum sem kostar ekki 3000 eða meira. Ég tími ekki að eyða svona miklu í naglalakk og þess vegna elska ég litlu Depend naglalökkin sem fást í Apótekum :) Þetta keypti ég hins vegar í Tiger, það kostaði litlar 400 krónur og er alveg rosa sætt. Kristrún vinkona mín var reyndar búin að vara mig við því þar sem það á að molna og fara útúm allt! ég fann þó lausn og ákvað að setja glært naglalakk yfir. Vona að það haldist :)
Svona lítur það út. Aðeins dekkra en Chanel liturinn en samt mjög kjút.
Ég elska ódýra naglalakkið mitt og ég er viss um að þið eruð fleiri sem tímið ekki að fjárfesta í rándýru naglalakki !
-Á
1 comments:
ég lifi á Depend lökkunum !
Elska þau ! :)
Post a Comment