Ég mæli með:
Ég dýrka förðun og málningardót og get verið alvarlega mikið nörd þegar kemur að þeim efnum. Ég veit ekki hversu mörgum aurum ég hef eitt í þetta skemmtilega áhugamál og sú tala fer sífellt hækkandi. Ég mæli með blauta eyeliner-num (fluidline) frá MAC.
Mér finnst oft mikið betra að nota blautann eyeliner því hann endist lengur og helst alltaf eins og maður lét hann á sig. Hann kemur í mörgum litum mér finnst margir mjög flottir en minn uppáhalds er WAVELINE:
Mér finnst oft mikið betra að nota blautann eyeliner því hann endist lengur og helst alltaf eins og maður lét hann á sig. Hann kemur í mörgum litum mér finnst margir mjög flottir en minn uppáhalds er WAVELINE:
Núna er sumarið komið og endilega breytið til og setjið smá lit á augun en allt er þó gott í hófi!
Engifer er bæði vatnslosandi og bólgueyðandi, ef þú ert þrútinn og þreyttur er málið að skella í sig engiferi. Það er gott að skera það niður og setja slatta í heitt eða kalt vatn. Ég mæli líka með engifer skoti í heilsuhúsinu, þau pressa engiferið á staðnum og þú staupar þig bara upp líkt og þú staupar tekíla og ert good to go.. kostar 120 kr. og er mjög hollt og gott, frekar miiikið sterkt en samt þess virði. Afgreiðsludaman sagði mér líka að fólk kæmi gjarnan til hennar í þynnkunni daginn eftir "djamm" og fengi sér 2-3 staup og væru bara eins og ný. Sniðugt!
-KHK
4 comments:
Oh vildi að ég væri nógu hugrökk til að staupa mig með engiferi ..finnst tilhugsunin ekki girnileg! haha en sp um að matreiða þetta á einhvern góðann hátt bara!
Kv. Kristrún fyrir ofan þarna!:))
víí einhver að commenta!! :) staupið er fínt ef þú ert með eitthvað til þess að drekka beint eftirá.. verðum að kíkja saman í heilsuhúsið næst þegar þú kemur í heimsókn í Kúnígúnd ;)
Ahhh áhugavert!:) Vissi ekki af þessum skotum.. er algjör amatör þegar kemur að engiferrótinni, held ég þurfi að googla þetta smá:)
En er hinsvegar búin að mastera eplaedikið haha, mjög vatnslosandi og bólgueyðandi!
kv.Svana
Post a Comment