Ég er með statement hálsmen algjörlega á heilanum þessa dagana og ákvað því að gera smá yfirlit yfir úrvalið í net-búðunum! Maður getur nefnilega gjörbreytt hversdagslegu átfitti með einu chunky hálsmeni og orðið fabulous í venjulega hvíta bolnum sínum.
Mér finnst þessi sem maður bindir bakvið háls alveg sérstaklega falleg! Svo eru þau eitthvað svo rómantísk og sumarleg mörg hver!
Hér er það helsta;Öll hrikalega fín, var einmitt að kaupa mér þetta neðsta og hef varla tekið það af síðan á laugardaginn!
- Fást öll í Topshop á 20-40 pund.
Þessi fást á Asos og eru ódýrari en topshop, bara milli 12-16 pund!
Svo getur maður náttúrulega alltaf misst sig í gleðinni
-Asos 30 pund
Svo eru hér nokkur sem við venjulega fólkið getum ekki keypt, en eru bara svo hrikalega smart !
Hér er Olivia Palermo með hálsmen úr sinni eigin línu
sem hún gerði í samvinnu með Roberta Freymann
Getur skoðað eitthvað af línunni hér.
Og svo fann ég líka blogg um þetta hér.
St Erasmus missti sig aðeins í gleðinni þarna, samt sem áður voðalega fallegt,
væri til í að sjá hvernig þetta lítur út á manni!
Tom Binns gerði svo þetta sumarlega hálsmen
með innblástur úr Alice in Wonderland myndinni eftir Tim Burton.
með innblástur úr Alice in Wonderland myndinni eftir Tim Burton.
3 comments:
Úú sorry að ég bloggaði yfir þitt!
En þetta er allt rosa smart, ég er sérstaklega hrifin af þessu eftir St Erasmus held að það sér geðveikt á svörtum plain kjól :)
Aaaaallt í góðu! :)
Já Tom Binns! Þarf að fara tékka á honum nánar, lítur út fyrir að vera gæðahönnuður, svei mér þá ! :)
vá hvað síða perlufestin er falleg !
Post a Comment