Loksins fann ég þá!

Tuesday, June 1, 2010 by Style Duo

Mig hefur langað í Wedges núna í einhvern tíma og LOKSINS eftir mikla leit fann ég bæði ódýra OG flotta á Íslandi!

TADA!
Þeir eru úr Kaupfélaginu og kostuðu bara 11 þúsund !
Miðað við skóna sem ég hef verið að skoða mér sem eru allir á 15-30 þúsund þá er ég bara noookkuð sátt!


Ég mæli eindregið með því að þeir sem eru að leita sér af flottum wedges eða bara hælum að fara í Kaupfélagið, það er geðveikt úrval (voru að koma nýjar vörur) og ekkert það dýrt nefnilega !
Fann hræðilega smart hæla þarna á aðeins 8.900! Þó mig langaði hrikalega í þá þá sagði ég stopp við eitt par. haha :)




Svo var ég að surfa á lookbook.nu sem er uppáhalds í augnablikinu og rakst á unga stúlku með einhverskonar hand made, held perlað chanel hálsmen svo ég ákvað að slá til og gera mér eitt slíkt sjálf!
Þetta er afraksturinn! Svolítið out there, en persónulega finnst mér þetta bara nokkuð kúl, ég veit ekki með ykkur.

-K

Filed under having