Naglalökk

Sunday, June 6, 2010 by Style Duo

Það er fátt skemmtilegra en naglalökk og fá fyrirtæki sem gera þau jafn flott og Chanel! En þar sem naður er kannski ekki alveg að eyða þúsundum í naglalökk lendir maður allt of oft í annað hvort bara ljótum litum eða fáááranlega lélegum!
En hún yndislega systir mín benti mér á merki sem er selt á Ebay, bæði geeeðveikt flott og endast fáranlega vel! Og það besta er við þau er að þau kosta bara 4-5 dollara !!

Þau heita China Glaze og eru seld í öllum regnbogans litum á
ebay


Var einmitt rétt í þessu að fjárfesta í þessu á $2,99, frekar sátt !

Mæli með að tékka á þessu ef þið eruð í naglalakkaleit ;)

Svo er ég alveg afskaplega forvitin um naglalökkin sem maður límir á neglurnar ! Sá að Samantha var með svoleiðis í nýju SATC myndinni og mér fannst það ofursvalt!


Þið getið skoðað þau á
þessari síðu
Og svo er þetta líka selt á Asos og fleiri tískusíðum.

-K

Filed under having  

6 comments:

Ásdís said...

Vá hvað það væri mikil snilld að eiga svona naglalímband! þá er ekkert vesen! ég hata að naglalakka mig, en samt finnst mér ég vera oft svo nakin án þess.. :)

Style Duo said...

já þetta á víst að endast í 3 vikur !! ég naglalakkaði mig í gær og það er ógeð núna! svo pirrandi ..

-Kristrún

Anonymous said...

Já var einhvertíma búin að sjá þetta, virkar mjög sniðugt. En þegar þú pantar þessi lökk á e-bay, lætur þú þá senda þetta beint hingað til íslands eða...?

Kveðja, Ester

Anonymous said...

er búin að leita af þessu "pörfekta" lit út um allt.. allir hálf bjánlegir. Endaði með að blanda mér sjálf bara.. sem var já.. mig langar allavega í nýtt.
En færðu svo bara eitt naglalakk sent í pósti ?

Style Duo said...

Haha hef aldrei fattað að blanda naglalakk sjálf! Gæti alveg komið vel út.
En já, þeir sem eru að selja þessi lökk senda oftast worldwide en ég er reyndar að panta 2 frá sama seljandanum og sendi þau til DK þar sem systir mín býr því ég er að fara þangað e smá og þar er enginn tollur. En til að sleppa við tollinn prufiði bara að senda seljandanum message um að senda þetta til ykkar sem gjöf, þá er enginn tollur ! :)
-K

Anonymous said...

thank you very much! ég prófa þetta..